Blood Harmony
Systkinin Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn eiga bæði nokkuð langan tónlistarferil að baki, að mestu í sitthvoru lagi en þó voru þau um tíma saman í hljómsveitinni Brother Grass. Þau höfðu oft rætt það að það væri gaman að vinna meira saman en landfræðileg fjarlægð kom yfirleitt í veg fyrir það, þar sem Ösp var búsett í London og Örn í Reykjavík. Það var svo snemma árs 2020 þegar þau, ásamt systur þeirra, Björk Eldjárn, voru búsett í sama landi og meira að segja í sama landshluta, í fyrsta skipti í rúman áratug. Þau tóku undir sig kjallaran á æskuheimilinu á Tjörn í Svarfaðardal, útbjuggu upptökustúdíó og fóru að taka upp lög, undir nafninu Blood Hamony, en það er hugtak sem notað er þegar fjölskyldumeðlimir syngja saman og samhljómurinn er slíkur að erfitt er að greina hver syngur hvað. Til að fullkomna samhljóminn fengu þau Björk til liðs við sig. Þau hafa nú þegar gefið út 4 lög og eru um þessar mundir að vinna að plötu sem þau stefna að gefa út á þessu ári